Stjórnarfundur, September 2022
Septemberfundur íþróttafélagsins Dímonar
Haldinn í Hvolnum miðvikudag 22.8.2022 kl 19.00
Mættir Ólafur Elí, Christiane Bhaner, Oddný Steina Valsdóttir, María Rósa Einarsdóttir, Sigurður Kristján Jensson og Esther Sigurpálsdóttir
Fréttir deilda
Blakdeild: María Rósa mætti og fór yfir starf deildarinnar allt gengur vel, æfingar á fullu.
Körfubolti: Sigurður Kristján Jensson fór yfir starfið í Körfuboltanum, starfið er á fullu. Samstarfið í sýslunni vann sinn fyrsta leik síðustu helgi og bíða 18 leikir eftir að verða spilaðir. Fyrstu foreldrafundir byrjaðir og fundað verður með öllum flokkum í sept-okt.
Borðtennisdeild: Ólafur Elí fór yfir starfið æfingar á fullu og ganga vel, er að leyta eftir aðstoðarmanni.
Blakdeild krakka: Ólafur Elí og Sigurður fór yfir starfið allt á fullu engar nýjar fréttir.
Glíma: Ólafur Elí fór yfir starfið og allt gengur vel
Badminton: Ólafur Elí fór yfir starfið og allt gengur
Stjórn Dímonar
Rætt um uppbyggingu íþróttasvæðisins en formaður er boðaður á fund með íþrótta og æskulýðsnefnd til að ræða íþróttasvæðið.
Rætt var um íþróttastarf fyrir fatlaða en það hefur verið í umsjón íþróttafélagsins Suðra en það hefur sérhæft sig í starfi fyrir fatlaða á HSK svæðinu.
Körfuboltadeild og borðtennisdeild eru búnir að sækja um styrk, hjá fyrirtækjum sem eru að veita styrkji til uppbyggingar íþróttastarf, fyrir búningum og borðtennisborði. Aðalstjórn sendi einnig inn styrkbeiðni fyrir ringóhringjum.
Ringóæfingar fóru mjög vel af stað og mættu yfir 30 manns á fyrstu æfingu.
Mánaðarlegir fundir Dímonar verða á miðvikudagskvöldum kl 19 fram að áramótum.
Fundi slitið Kl 20.30