Aðalfundur Blakdeildar 2021
Aðalfundur Blakdeildar Dímonar – Heklu var haldinn í Safnaðarheimilinu á Hellu þann 11. febrúar 2021.
Mættar voru: María Rósa, Elín Fjóla, Sigríður Arndís, Fanney, Assa, Unnur, Þórunn, Álfheiður, Gaby, Anne, Lóa, Sigrún, Guðný Rut, Guðmunda, Guðný, Inga, SIGGA SIG.
1. Sitjandi formaður setur fund klukkan 20:57.
2. Kosnir starfsmenn fundarins: Sigga Þórðar er fundarstjóri og Fanney ritari.
3. Fanney les upp fundargerð síðasta aðalfundar.
4. María Rósa les upp skýrslu stjórnar frá síðasta ári. Allir fundarmenn samþykkja skýrsluna með lófaklappi.
5. Elín Fjóla gjaldkeri les upp reikninga félagsins. Reikningar ræddir og útskýrðir.
Komumst að því að við eigum eftir að fá greitt fyrir dósasöfnun (28. ágúst 2020 – 100.000 kr.), erum búnar að telja aftur á þessu ári líka, það er einnig ógreitt. Reikningar samþykktir með lófaklappi.
6. Stjórnarkjör: Allir stjórnarmeðlimir eru tilbúnir að sitja áfram og hvattir áfram með lófaklappi. Stjórnin þakkar það traust sem henni er sýnt.
7. Önnur mál: María Rósa spyr hvort einhver vilji fara í HSK nefnd, hún er strax klöppuð upp til að sitja áfram.
Búið að fresta öldung, staðfest. Þó ekki búið að blása síðustu umferð Íslandsmóts af ennþá.
Rætt um stöku leikina sem eru framundan, ætlum ekki að skrá leikmenn á BLÍ og borga iðkendagjöld. En ef það verður farið á Íslandsmót þá verður það gert. Fjórir leikir, tveir heima og tveir úti. Guðný Rut finnur dagsetningar fyrir þá leiki.
Héraðsmót: við teljum það vera óþarfi að spila það bæði heima og heiman. Ein umferð nóg. Líka spurning hvort það væri nokkuð tími til að klára það.
María Rósa leggur til að veita verðlaun fyrir leikmann sem er best í að setja upp netið.
Rætt um leikinn sem er framundan n.k. mánudag. Muna að passa sóttvarnir.
Búningar: Gaby og Álfheiður eiga ekki búninga. Þær sem hafa ekki spilað í tvö ár eiga ekki endilega að fá að halda númerunum sínum.
Æfingagjöld: Lítið framunan, ekki Öldungur. Óvissa um framhaldið svo gjaldkeri leggur til að bíða með að rukka æfingagjöld þar til í apríl? Haldið óbreyttum gjöldum. Einhverjar eiga inni 10 þúsund eftir haustönnina, þar sem gjaldið fyrir hana lækkaði í 20 þúsund vegna covid styttingar.
Rætt um “drápsvagninn” á Hvolsvelli.
Fundi slitið klukkan 21:29.
Pantaðar voru 6 pizzur á Kanslaranum (ásamt kjúklingasalati fyrir Ketó-Unni).