Aðalfundur 2018
Aðalfundur Íþróttafélagsins Dímonar 25. febrúar 2018
Mættir úr stjórn: Ásta Laufey Sigurðardóttir, formaður, Helga Guðrún Lárusdóttir, gjaldkeri, Kristín Jóhannsdóttir, meðstjórnandi, Gina Christie, meðstjórnandi og Arnheiður Dögg Einarsdóttir, ritari sem ritar fundargerð. Um 40 fundargestir. Ásta Laufey setur fund kl 14.05
1. Formaður setur fund
2. Formaður stingur upp á Árna Þorgilssyni sem fundarstjóra og Arnheiði Dögg Einarsdóttur sem ritara, samþykkt.
3. Ásta Laufey les skýrslu stjórnar.
4. Endurskoðaðir reikningar félagsins fyrir árið 2016 lagðir fram. Helga Guðrún gjaldkeri félagsins leggur þá fyrir. Fyrst er farið yfir ársreikninga aðalstjórnar Dímonar og einnig fjárhagsáættun, kallað eftir athugasemdum.
5. Umræður um skýrlu stjórnar og ársreikninga. Engin kveður sér hljóðs. Skýrsla stjórnar samþykkt samhljóða. Reikningar og fjárhagsáæltun samþykkt samhljóða.
6. Árgjöld félagsins lögð fyrir fundinn og leggur stjórn til að þau verði áfram 1.200 kr. Engar athugasemdir og telst tillagan samþykkt.
7. Verðlaunaafhending og myndataka.
8. Kaffihlé
12. Tillaga um stjórn lögð fyrir: Formaður Arnheiður Dögg Einarsdóttir samþykkt með lófaklappi, gjaldkeri Ásta Laufey Sigurðardóttir, ritari Inga Birna Baldursdóttir, meðstjórnendur Kristín Jóhannsdóttir og Gina Christe. Tillagan samþykkt samhljóða Tillaga borin fram um varamenn, Magnús Ragnarsson, Þröstur Freyr Sigfússon og Anna Runólfsdóttir. Samþykkt með lófaklappi.
13. Kosning skoðunarmanna. Lagt til að Páll Eggertsson og Ólafía sitji áfram að varamenn verði Garðar Guðmundsson og Sigurjón Sváfnisson. Tillagan samþykkt af fundinum.
14. Kosning fulltrúa á HSK þing sem fram fer nú 10. mars. Fólk beðið að bjóða sig fram. 4 sæti eru í boði. Ásta Laufey og Ólafur Örn bjóðast til að fara. Þá vantar tvo og stjórn falið að manna þingið.
15. Formaður slítur fundi kl 15:00