Stjórnarfundur 6. febrúar

6. feb 2017
Mætt: Ásta Laufey, Anna Kristín, Arnheiður, Helga Guðrún, Guðmann Óskar, María Rósa og Tinna.

Borðtennis:
Æfingar eru miðvikudaga og föstudaga og eru 2 hópar í gangi.
Unglingamót er 18. eða 19. mars hér á Hvolsvelli.
Sund:
Verið er að athuga hvort Aníta Tryggvadóttir geti tekið að sér sundkennslu, enn í vinnslu.
Fimleikar:
26 keppendur frá Dímon í 1.-4. Bekk fóru í Hveragerði föstudaginn 3. feb. Tókst það afar vel.
Glíma:
Grunnskólamót í glímu var á Hvolsvelli 1. Febrúar. Mótið gekk afar vel og fékk Dímon 3 af 4 bikurum mótsins.
Frjálsar:
Mikið er að gera hjá frjálsum. Keppendur hafa farið á mót síðustu 2 helgar og fyrirhugað er annað mót framundan.
Blak:
Spilaðar voru 2 umferðir á Íslandsmóti nýlega. Liðið er í 6. Sæti af 8 eins og stendur.
Stefnt er á hraðmót í Mosfellsbæ 18. Feb.
Aðalfundur er á mánudag eftir viku.
Annað:
Allar deildir þurfa að halda aðalfundi fyrir aðalfund stjórnar.
Skila skal tilnefningum um íþróttafólk deilda til Ástu Laufeyjar.
Aðalfundur verður haldin í matsal Hvolsskóla 26. febrúar kl 14. Hefðbundin dagskrá auk þess sem Viðar Sigurjónsson kemur eða sendir fulltrúa þar sem Dímon er að gerast fyrirmyndarfélag.
Hver deild skaffar 1 köku (svipuð stærð og ein ofnskúffa)
Sunddeild ætlar að gera skúffuköku, blakdeild gerir marengs, aðrar deildir koma með það sem vantar.
Við þurfum ca 6-8 stórar kökur, 4-5 marengs eða rjómatertur og 3-4 skúffukökur.
Dímon verður 20 ára í júní en einnig eiga KFR og íþróttahúsið 20 ára afmæli á svipuðum tíma. Lagt til að Helga Guðrún komi því til íþrótta- og æskulýðsnefndar að halda hátíð eða veislu að því tilefni.
Búið er að fá tilboð um netkerfi frá Nora. Lítur vel út og ákveðið að ganga til samninga.
Rætt um Taekwondo og hvort huga megi að því að fá slíka kennslu á Hvolsvelli næsta vetur.

Dagsetning: 
Monday, February 6, 2017
Deild: