12. febrúar 2018
Fundur í aðalstjórn Dímonar haldinn mánudagskvöldið 12. febrúar kl 20:20.
Mættar eru Ásta Laufey, Kristín, Gina, María Rósa og Eyrún.
Deildir þurfa að skila inn fyrir verðlaun. Senda það á netfangið hjá Óla Elí fyrir föstudag í þessari viku, 16. febrúar.
Sunddeild: Tinna sendi skilaboð. Æfingar ganga vel, engin mót á næstunni.
Opið er núna fyrir umsóknir í fræðslu- og verkefnasjóð HSk til 1. Apríl og í umhverfissjóð til 15. apríl.
Blakdeild: María Rósa segir fréttir af blakdeild:
Við fórum 13-14 jan á aðra umferð í Íslandsmóti.
A-liðið spilaði í Garðabæ og endaði í 8. sæti og spilar því í neðri kross næst. Eins og venja er orðin urðum við verðurteptar í Reykjavík.
B-liðið spilaði á Flúðum og endaði í 8. sæti og spilar í neðri kross.
Í neðri kross eru 6 lið og þrjú neðstu falla um deild.
Næsta umferð spilast 17-18 mars. A-liðið spilar á Neskaupstað og B-liðið spilar á Ísafirði og eru bæði lið búin að manna fullt lið og ætlum við að fljúga.
Við héldum aðalfund 7.feb og voru 12 iðkendur mættir.
Bli þingið er 4.mars og hafa tvær frá okkur gefið kost á sér á það fyrir HSK en það eru þær María Rósa Einarsdóttir og Guðný Indriðadóttir.
Næsta laugardag 17 feb eru Flúðakonur búnar að bjóða okkur í heimsókn ásamt fleiri liðum og ætlum við að taka létt mót með þeim.
Það er svo í vinnslu að finna dagsetningu á unglingamót HSK
Ég ætla að hvetja deildir innan Dímonar að senda póst á ritara fyrir stjórnarfundi það flýtir svo fyrir tíma fundarins og fyrir ritara
Frjálsíþróttadeild: Eyrún segir frá þátttöku á mótum
Eru búin að fara á héraðsmótin og meistaramót 11-14 ára og um næstu helgi er meistaramót 15-20 ára. Meistaramót fullorðinna verður um þar næstu helgi.
Glímudeild:
Grunnskólamót var síðastliðinn miðvikudag í Reykholti, 3 af 4 bikurum komu heim og munaði bara einum vinningi að sjá fjórði náðist líka.
Glímufundur og borðtennisfundur er er sunnudaginn 18. feb, fimleikadeild og frjálsíþróttadeild er með fund fimmtudaginn 15. feb, ath hvenær er fundur hjá Sunddeild.
Rætt um að huga þurfi að umgengni í íþróttahúsi og frágangi eftir hátíðir eins og tónleika og þorrablót. Eins þarf að fara að taka til í geymslunni. Aðgengi að áhöldum í geymslu var erfitt núna í vikunni vegna sviðs í geymslu.