Stjórnarfundur, apríl 2022

Stjórnarfundur íþróttafélagsins Dímonar

Haldinn í Hvolnum 7. apríl 2022 kl. 20:30

Mættir voru Christiane Bahner, Esther Sigurpálsdóttir, Sigurður Kristján Jensson, Ragnar Jóhannsson, Eyrún María Guðmundsdóttir og María Rósa Einarsdóttir. 

 

Fréttir deilda

Blak deild: A liðið fór á Siglufjörð að spila í 3.deild helgina 26-27 mars. Við tókum þar 1.sæti og spilum því í 2.deild á næsta ári.  B-liðið fór sömu helgi á Akureyri og spilaði í B úrslitum og varð þar í öðru sæti.  Í heildina því í 8. sæti og spila því áfram í 4.deild.

5.apríl var svo seini umferð HSK kvenna spiluð á Laugarvatni og vorum við með 3 lið þar og urðu liðin okkar í 1,3 og 5 sæti.  Frábær árangur en 7 lið mættu til leiks. 

Næsta verkefni er öldungur sem fer fram í Kópavogi 28-30 apríl.  Við erum skráðar þar með 2 kvennalið.

Stefnum á að halda unglingamót HSK í byrjun maí.

Körfuknattleiksdeild: Æfingar ganga vel 5- 7 bekkur keppti við Garp á Hellu. Stefnum á að fara á lítið mót á Kirkjubæjarklaustur fyrir 3. – 10. Bekk.  

Frjálsíþróttadeild: Nú þjappaðist keppnistímabilið á 1 mánuð og mars lá undir keppt nánast allar helgar, Verðlaun sem iðkendu Dímonar nældu sér í á HSK móti 11-14 ára sem haldið var 1. mars 

Ívar 3 gull 1 silfur og 1 brons, Bryndís 2 gull og 2 silfur, Þórunn 2 bron, Ólöf 1 brons, Úlfhildur 1 brons, Alexandria 3 gull 

Unglingamót HSK 15-22 9. Mars, Katrín 1 silfur og 1 brons

Héraðsmót HSK 22 mars, Katrín 1 brons

Bikarkeppni 15 ára og yngri 5. Mars, Ívar Ylur Bikarmeistari í A liði HSK 2 sigrar i greinum, Valur 1 sigur í grein (var í B liði HSK) 

MÍ 11-14 ára 12-13 mars, Magnea 3 brons, Bryndís 1 gull, Ívar  3 gull þar af 1 í boðhaupi og 2 silfur, Bryndís-Pálína og Ólöf  brons boðhlaupi 

Íslandsmeistarar 12 ára stúlkur (Úlfhildur, Pálína, Þórunn, Bryndís og Ólöf), íslandsmeistarar 14 ára piltar (Ívar)

MÍ 15-22 ára 19-20 mars, Katrín 1 gull (boðhlaup) og 1 silfur, Íslandsmeistarar 15 ára stúlkur (katrín)

Héraðsleikar 3 apríl 

Áttum keppendur á öllum þessum mótum.

Urðum Íslandsmeistarar  á 11-14 ára mótinu og 15-22 ára mótunum

 

Önnur mál

Leikjanámskeið: Ákveðið að auglýsa eftir umsjónarmanni fyrir leikjanámskeiðin sem haldin verða í sumar. Formaður og ritari falið að gera það. Athuga á hvort hægt er að bjóða upp á mat aftur á námskeiðinu formanni falið að skoða það. Halda á sérstaklega utan um rekstur leikjanámskeiðsins þannig að auðveldara er að átta sig á kostnaði og tekjum af námskeiðunum. 

Heilmikil umræða um menntun þjálfara og laun og ákveðið að skoða betur hvernig menntun er í boði fyrir þjálfara og hvernig hægt er að meta hana. Gjaldkera og ritara falið að vinna áfram að þessu

Foreldraráð: Búningamál er verkefni sem foreldraráð gæti séð um. Formanni falið að ræða foreldraráðið og verkefni þess við deildir

Sumarnámskeið: formanni falið að athuga hvort deildir hafi hug á því að halda námskeið í sinni grein í sumar fyrir iðkendur Dímonar. 

Ungliðastarf: Frjáls dagur í þróttahúsinu var haldinn síðasta sunnudag fyrir ungafólkið 16 – 20 ára góð mæting spilað var blak.

Hvetja á sveitarfélagið til að skoða hvort ekki sé hægt að lengja opnunartími íþóttahúsins. Formanni falið að senda bréf á sveitarsjórn.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dagsetning: 
Thursday, April 7, 2022