Stjórnarfundur 05. ágúst 2020 kl 20:30
Stjórnarfundur 05. ágúst 2020 kl 20:30
Mættir eru Arnheiður Einarsdóttir, Ólafur Elí Magnússon, María Rósa Einarsdóttir, Eyrún María Guðmundsdóttir, Christiane Bahner og Inga Birna Baldursdóttir.
Rætt var um komandi samfellustarf sem byrjar 26. ágúst og farið yfir þjálfaramál. Opnað verður fyrir skráningar í samfellustarfið þann 20. ágúst næstkomandi.
Ástþór Jón Ragnheiðarson sem hefur verið að þjálfa frjálsar í sumar ætlar að taka það að sér að vera með æfingarnar í haust. Æfingarnar verða á mánudögum kl 13:20-17:00 og á miðvikudögum kl 15:00-18:30. Á miðvikudögum verður nefnilega tvöföld æfing þar sem styrktar og tækniæfingar vera eftir kl 16:00. Ástþóri til aðstoðar verður Gunnlaugur Friðberg Margrétarson.
Lárus Viðar Stefánsson ætlar að taka að sér sundkennsluna í haust ásamt Tinnu Erlingsdóttur.
Ekki er komið á hreint hver muni taka að sér að þjálfa fimleikana en nokkur nöfn eru komin niður á blað. Nú er bara að kanna hvort hægt sé að fá einhvern af þessum lista til að taka fimleikana að sér. En eldri nemendur geta enn farið út á Hellu og tekið æfingar þar.
Ákveðið hefur verið að salta Taekwondo í haust þar sem dræm þátttaka hefur verið á æfingar undanfarið í samfellustarfinu.
Ólafur Elí Magnússon ætlar að taka að sér íþróttaskólann og mun ræða við Ásdísi Rut Kristinssdóttir til að vera aðstoðarmaður sinn og einnig mun hann fá tvo nemendur á elsta stigi í Hvolsskóla til að vera sér innanhandar. Ekki búið að ákveða hverjir það verða.
Einnig ætlar Ólafur að taka að sér að þjálfa Blak, Badminton, Glímu og Borðtennis.
Upp kom sú umræða á fundinum hvort það ætti að skoða það í framtíðinni að þrepa skipta æfingargjöldunum. Ekki var almenn ánægja með þá hugmynd svo sú umræða var sett í bið.
Ekki fleirra var rætt
Fundi slitið 22:00