Stjórnarfundur, janúar 2022

Stjórnarfundur íþróttafélagsins Dímonar

Haldinn í Hvolnum miðvikudaginn 05.01.2022 kl. 20:30

Mættir voru Arnheiður Dögg Einarsdóttir, Christiane Bahner, Esther Sigurpálsdóttir, Oddný Steina Valsdóttir, Ólafur Elí Magnússon, Sigurður Kristján Jensson og Harpa Mjöll Kjartansdóttir

 

Fréttir deilda

Lítið nýtt að frétta af starfinu hjá deildum. Starfið gekk vel fyrir jólafrí, en er ekki farið af stað enn þá vegna mikilla smita í samfélaginu en ákveðið var að fara rólega af stað en það fer af stað í næstu viku. 

Önnur mál

Ákveðið að halda aðalfund félagsins sunnudaginn 27. Febrúa kl 14. Rætt var hvaða mál þurfi að taka fyrir á aðalfundi félagsins. Lagt til að leggja niður almennu deild félagsins, lagt til að endurvekja Körfuboltadeild, bæta við ungliða í varastjórn félagsins og skipa foreldraráð.  

Ákveðið var að Sigurður fari yfir það í samráði við þjálfara deilda hvað þarf að bæta við íþróttaaðstöðuna, bæði úti aðstöðu og í íþróttahúsi. Útbúa á svo lista og áætlun yfir hvað þarf að framkvæma og kaupa. 

Félagið þarf að setja sér siðareglur og gera aðgerðaráætlun vegna meðferðar ofbeldismála sem á að koma fram í handbók félagsins, ákveðið að Sigurður vinni í því og sendi á stjórn til yfirlestrar og samþykktar. 

Útbúa þarf skriflega ráðningasamninga fyrir þjálfara, Christiane og Sigurður ætla að vinna í því saman.

Minna þarf deildir á að halda sína aðalfundi ekki seinna en í lok janúar.  Rætt var um að mikilvægt er að deildir fundi reglulega með sínum þjálfurum.  

Ákveðið var að búninganefnd (Sigurður, Ólafur Elí og Christiane) komi með hugmyndir fyrir næsta fund.

Samfellan á að fara af stað í næstu viku nema að komi til hertra aðgerðra sem gætu þá komið í veg fyrir hefðbundið íþróttastarf. 

Sigurður er að vinna í því að koma Sportabler á í samstarfi við sveitarfélagið. Ákveðið var að íþróttastarf haustannarinnar verði framlengt þar til Sportabler hefur tekið við af Nora en þá geta foreldrar endurnýjað skráningarnar. 

Fundi slitið kl. 23.00

 

 

Dagsetning: 
Wednesday, January 5, 2022