Stjórnarfundur, ágúst 2021
Stjórnarfundur 17.08.2021
Mættir eru Arnheiður Dögg Einarsdóttir, Ólafur Elí Magnússon, Christiane Bahner, María Rósa Einarsdóttir, Sigurður Kristján Jensson, Leó Sigurðsson, Magnús Einarsson, Harpa Þorsteinsdóttir og Esther Sigurpálsdóttir sem ritaði fundargerð.
Fréttir deilda:
Rafíþróttir:
Búið er að ganga frá og kaupa búnað að mestu. Þetta hefur hafst bæði með styrktaraðilum og með fjáröflunum, það vantar aðeins uppá til að eiga fyrir öllum búnaði sem þarf. Verið er að safna keflum og athuga með styrki til að hafa upp í þann kostnað sem upp á vantar. Stefnan er að allt verði klárt á næstu dögum, stefnt á að hafa opið hús fyrir alla til að kynna greinina helgina 28.-29. ágúst – nánar auglýst síðar. Rætt hvað gjaldið þarf að vera á hvern iðkanda. Í hverjum tíma geta verið 10 nemendur í einu en keyptar voru 12 tölvur (10 iðendatölvur og 2 þjálfaratölvur). Rætt að hafa opið fyrir eldri iðkendur á kvöldin sem greiða þá fyrir það. Stjórn deildarinnar er að fara á þjálfaranámskeið, sem Dímon greiðir.
Blakdeild:
Allt klárt hjá blakdeildinni og stefnt að byrja fljólega að æfa strandblak og fara svo inn á sömu tímum og venjulega.
Körfubolti:
Allt klárt fyrir veturinn æfingar verða fyrir alla nemndur. Búið er að skrá lið á Íslandsmót í körfubolta þar sem nemendur úr 8, 9 og 10 bekk keppa, mestalagi 12 í hverju liði 5 inná í einu. Kaupa þarf skotklukku fyrir deildina og leita á eftir styrkjum til þess m.a. til sveitafélagsins. Einnig rætt hvort skotklukka sé ekki einn af staðalbúnaði íþróttahúss og því ætti húsið að kaupa klukkuna – beðni send á íþrótta og æskulýðsfulltrúa og formann íþróttahússins. Rætt að kaupa búninga sem deildin ætti og væru notaðir í leiki.
Glíma:
Allt klárt fyrir veturinn, æfingatíminn er á sama tíma og verið hefur undanfarin ár.
Fimleikar:
Tímarnir klárir og þjálfaramál eru að verða klár.
Borðtennis: allt klárt fyrir veturinn. Rætt hvort hægt væri að vekja vekja betur athygli á að æfingar á föstudögum séu opnar fyrir fullorðna á þessum tíma líka .
Krakkablak og badminton:
Allt klárt – sömu tímar og í fyrra, allur salur. Þjálfarar í blakinu verða 3-4 svo hægt sé að sinna iðkendum vel.
Önnur mál:
Rætt var um hvort félagið ætti að ráða starfsmann í ca. 25% stöðu til prófunar fram að áramótum, hægt væri að sækja um styrk hjá hefjum störf sem veitir þá styrk upp í laun starfsmannsins. Formaður fór yfir hvað starfið fæli í sér en það er margt sem þarf að gera og telur hún að það væri áhugavert að prófa þetta allavega til áramóta, sept, okt, nóv og desember. Starfsmaður getur fengið aðstöðu í íþróttahúsinu. Stjórnin samþykkti að ráða starfmann með öllum greiddum atkvæðum. Ákveðið var að ráða Sigurð Kristján Jensson í starfið hann er að þjálfa fyrir Dímon og verður þá í 50% stöðu hjá félaginu.
Samfellan hefst mánudaginn 30. ágúst
Gallar:
Þarf að fara að huga að kaupum á nýjum göllum, best ef foreldrar geta keypt galla sjálf án þess að félagið sé milliliður. Spurning með auglýsingar á göllunum hvort það eigi að sleppa þeim og nýta þá styrkji sem komið hafa í gallakaup í annað – það er sækja ekki um gallakaupastyrki aftur heldur leita til fyrirtækjana frekar til að styrkja búnað, ferðalög eða annað og setja þá upp annars konar auglýsingar.
Söfnunarkassar fyrir dósir:
Sá sem er til er ónýtur. Athugað var með gáma sem kosta um 150.00 kr stk. merktir íþróttafélaginu Dímon. Búið er að biðja sveitarfélagið að gefa út stöðu leyfi fyrir gámum þannig að þeir standi ekki einhverstaðar í leyfisleysi. Ólafur Elí ætlar að hafa samband við byggingarfulltrúa til að ákveða staðsetningu gámana. Ákveðið var með öllum greiddum atkvæðum að kaupa 3 gáma. Mikilvægt að deildir sjái um sína mánuði að sjá um að losa gámana í hverjum mánuði. Ef deild ætlar ekki að nýta sinn mánuð verði hann boðin þeim greinum sem eru núnar reknar undir aðalstjórn (karfa, krakkablak, badminton) eða öðrum deildum.
Íþróttaskólinn, allt klárt fyrir veturinn. Verður færður yfir á miðvikudaga að þessu sinni til að koma til mót svo leikskólann sem verður með tíma í íþróttahúsinu á mánudögum.