Stjórnarfundur 5. desember

Stjórnarfundur Dímon 5. des 2016
Mætt: Ásta Laufey, Anna Kristín, Ólafur Elí, Arnheiður.

Glíma
Fjórðungsglíma suðurlands. 14 tóku þátt frá Dímon. Mótið var haldið í Þingborg.
5. bekkur og yngri fengu öll verðlaunapening fyrir þátttöku. Dímon fékk m.a. 2 gullverðlaun.
Næsta mót er 1. Febrúar. Grunnskólamót HSK í Reykholti eð a Laugalandi.

Borðtennis
Framundan er landsliðsæfing 11. des. Jafnvel 3-4 sem fara frá Dímon.
Borðtennis er utan samfellu og æfingar því viku lengur en samfellan. Endar á jólaæfingu.

Frjálsar
12. janúar verður héraðsmót HSK haldið í Kaplakrika í Hafnarfirði.
Einhverja æfingar verða milli jóla og nýárs.

Krakkablak
Góð mæting hefur verið í 5., 6. og 7. bekk en of fáir að mæta í eldri hópnum.

Annað:
Formenn deilda eru beðnir að minna þjálfara á að skila verktakareikningum vegna vinnu.
Nú stendur til að senda inn loka umsókn um fyrirmyndarfélag. Enn vantar þó eina kennsluáætlun til að hægt sé að senda umsóknina inn.
Senda beiðni á Steinu um að senda póst á foreldra og minna á að nú sé hægt að skipta um greinar. Einnig mætti senda út samfellutöfluna eins og hún er núna.
Önnur trúnaðarmál rædd.
Dímon mun koma því á framfæri til foreldra í 1. Bekk að velja ekki of mikið í upphafi annar og bara það sem börnin vilja stunda. Þeim er enginn greiði gerður með því að vera sett í greinar sem áhugi er ekki á.
Ákveðið að hækka æfingagjöld í 600kr um áramót.

Dagsetning: 
Monday, December 5, 2016
Deild: