Stjórnarfundur 3. apríl 2017

Tekið fyrir bréf frá fimleikadeild en deildin óskar eftir styrk frá aðalstjórn til kaupa á lendingardýnu. Áætlaður kostnaður er 790 þúsund en yfir stendur fjáröflun og einnig verður sótt um styrk í íþrótta- og mannvirkjasjóð en deildinni vantar handbært fé til að greiða dýnuna, ef styrkur fæst frá ÍSÍ þá kemur hann eftirá.  Stjórn samþykkir að leggja út 600 þús. Ef styrkur fæst kemur kemur þessi upphæð til baka að hluta.

Rætt um ástand frjálsíþróttavallar og hvað félagið vill gera. Nokkur áhugi er í frjálsum íþróttum núna en völlurinn er í frekar lélegu ástandi og ef hægt á að vera að byggja upp starfið þarf að fara í aðgerðir. Þar sem félagið er líka orðið fyrirmyndarfélag kom fram sú hugmynd að gera áætlun um uppbyggingu vallarins og leita eftir styrkjum með það að markmiði að sækja um að halda unglingalandsmót UMFÍ í samvinnu við sveitarfélagið og HSK.

Rætt um hvort félagið vilji koma að 17. júní hátíðarhöldum. Ákveðið að senda bréf á deildir og athuga hvort einhver deild/deildir hefur áhuga á að standa að hátíðarhöldunum.

Dagsetning: 
Tuesday, March 6, 2018