Fundur í aðalstjórn 10. september 2019

Fundur í aðalstjórn Dímonar haldinn þriðjudagskvöldið 10. sept 2019 kl 20:30.

 

Mætt eru úr stjórn Arnheiður, Ástvaldur og Ólafur Elí og frá deildum  María Rósa, Eyrún og Bóel. Inga Birna og Gina boðuðu forföll.

Fréttir frá fimleikadeild:

1. til 4. bekkur æfir á Hvolsvelli undir stjórn Ásdísar Rutar Kristinsdóttur. 1 bekk var skipt í 2.hópa og æfir einu sinni í viku. Hinir hafa 2 æfingar. Í 5. bekk og eldri er boðið upp á eina æfingu í viku sem Ásdís sér um. Þar er ekki komið í ljós hvernig mæting verður, þar sem 10 stúlkur völdu að færa sig yfir á Hellu og æfa þar 3 x í viku + 2var í mánuði eru æfingar í Ármanni í Reykjavík. Framundan er að þróa þetta samstarf  við  Heklu fimleika  og finna út hvernig við afgreiðum  keppnisfyrirkomulag fyrir þær stelpur. Einnig að vinna að að gera betur fyrir yngri iðkendur. Finna þarf afleysingu og aðstoð með  Ásdísi. Búa þarf til sundurliðaða hópa inni í Nóra.

Fréttir frá blakdeild:

Blakæfingar hjá kvennablaki byrjuðu 15.ágúst og er Ingibjörg Heiðarsdóttir þjálfari sem fyrr og eru æfingar 2 sinum í viku sem áður. Við byrjuðum með nýliðanámskeið 2.sept alls 8 skipti, það er góð mætinga á þetta námskeið yfir 10 skráðar. Við fengum til okkar 7.sept tvær landsliðskonur þær Birtu og Hjördísi og voru þær með æfingabúðir.  Við vorum 20, 4 frá Flúðum og 3 unglingar sem við buðum að vera með.  Þetta var auglýst fyrir allt Suðurland.
Íslandsmótið er svo svona erum með lið í 3 og 4 deild.
12-13 okt: 3.deild BF Siglufjörður og 4.deild Þróttur Reykjavík
18-19 jan: 3 og 4 deild Afturelding Mosfellabæ
21-22 mars: 3.deild Álftanes og 4.deild Kormákur Hvammstangi

Fréttir frá frjálsíþróttadeild:

Æfingar hafnar samkvæmt stundatöflu og ganga vel. Eyrún er með eldri og Óli Elí með 3.-4. bekk. Guðrún Bára er með 1.-2. bekk. Laga þarf hópaskráningar í Nóra í frjálsum.

Fréttir frá glímudeild:

Glímuæfingar byrja vel. Eru núna á miðvikudögum kl 16.

Fréttir af badminton og borðtennis:

Mikil aðsókn er í badminton og gott að hafa allan sal

Borðtennis, Reynir er með föstudagsæfingarnar, bæta þarf iðkendum frá Hellu inn á listann. Gaman að fá þá svona sterka inn.

Fréttir af taekwondo:

Fyrsta æfingin var núna á föstudaginn. Daníel kom að þjálfa. Eldri strákarnir munu svo sennilega taka við þjálfun. Ekki var hægt að vera í Hvolnum núna á föstudaginn vegna fundar en næsta föstudag er hægt að vera þar.

Önnur mál:

Framkvæmdir standa yfir í íþróttahúsi þannig að það hefur verið svolítið ryk og ónæði. Hefði verið gott að vita af því áður en samfellan byrjaði og jafnvel seinka henni. Passa þarfupp á að ef þörf er fyrir svona viðhald að það sé gert meðan ekki er íþróttastarf.

Aðeins rætt um aðstöðu og framtíðarsýn. Fyrir næsta fund setji fólk niður fyrir sig hvernig við viljum sjá framtíðina t.d. með frjálsíþróttaaðstöðu úti og inni og æfingaaðstöðu fyrir greinar sem þurfa ekki endilega stóran sal.

Rætt um hvað hefur gerst í geymslumálum síðan í fyrra þegar við tókum stöðuna þar. Þrír nýjir vagnar komu síðasta vetur. Vantar enn vagn fyrir blakið og vagn sem passar betur fyrir dansgólfið í fimleikum (vagninn sem renningarnir eru á núna er fyrir stangastökksdýnurnar). Gott væri að það væri bremsa á þeim vagni/vögnum, t.d þegar verið er að reisa renningana upp.

Upp kom hugmynd um strandblaksvöll við hliðina á æslabelgnum. Vísum því áfram til íþrótta- og æskulýðsnefndar.

Íþróttaskólinn hefst 16. september.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 21:30

Arnheiður Dögg Einarsdóttir

 

Dagsetning: 
Thursday, September 12, 2019
Deild: