Stjórnarfundur, Ágúst 2023

Stjórnarfundur íþróttafélagsins Dímonar Haldinn í Hvolnum mánudagskvöld 14.8.2023 kl 20:00 Mættir Ólafur Elí, Christiane Bhaner, Oddný Steina Valsdóttir, Sigurður Kristján Jensson, Esther Sigurpálsdóttir, Eyrún María Guðmundsdóttir, Sigrún Elfa, Stefán Ragnarsson og Unnur Lilja Bjarnadóttir. Fréttir deilda Sunddeild: Verður með sama hætti og síðasta vetur Rafíþróttir: Það verður fundur hjá deildinni miðvikudaginn 16. águst kl 19 i rafíþróttahúsinu Frjálsar: Formaðurinn er í viðræðum við tvo aðila til að vera með í þjálfun í vetur. Langar að bæta við æfingum í sal einhvern dag frá 16-17 fyrir 4 bekk og eldri og í framhaldi æfing í lyftingasal kl 17 til 18. Fimleikar: Verið er að vinna að því að fá þjálfara í fimleikana hér í vetur, það skýrist á næstu dögum. Borðtennis: Verið að skoða þjálfaramál, mögulega fáum við þjálfara frá Selfossi og hefur Borðtennissamband Íslands boðist til að styrkja það að einhverju leyti, hugsanlega um keyrslu þjálfarans, til að styrkja útbreiðslu borðtennis. Einnig er verið að skoða æfingatíman hjá deildinni hugsanlega verða einhverjar breytingar, tímarnir á föstudögum verða mögulega að æfingabúðum yfir önnina. Ólafur Elí lagaði borðtennisdómaraborðið í sumar allt gert í sjálfboðavinnu en deildin greiddi efniskostnað. Borðtennisdeildin hefur sótt um að halda Íslandsmótið hjá borðtennissambandinu. Glíma: Var með dósasöfnun núna í ágúst. Ólafur Elí verður með æfingar og æfingatími verður líklega á svipuðum tíma og verið hefur. Blakdeildin: hefur endurráðið Ingu Heiðarsdóttir til að þjálfa kvennablakið í vetur. Æfingar hjá okkur byrja fimmtudaginn 24.ágúst á Hellu kl 18.30 til 20.30 eins og verið hefur. Ég geri svo ráð fyrir að æfingar á Hvolsvelli verði eins og verið hefur á mánudögum kl 18.30 til 20.30. Við höfum ákveðið að reyna að vera með byrjenda og upprifjunarnnámskeið sem við ætlum að keyra í cirka 8 vikur og byrja um miðjan september en það gæti oriðið smá erfitt að koma þessu að í íþróttahúsunum. Guðný Rut Guðnadóttir mun halda utan um þetta. Við erum búnar að skrá tvö lið í Íslandsmót á komandi vetur en það þarf að gerast fyrir 15.maí. Við verðum með lið í 3 og 5 deild. Það eru komnar staðsetningar og tímasetningar fyrir þessar tjúneringar. 3.deild 5.deild 10.-12 nóv Álftanes Þróttur Neskaupstaður 12.-14 jan 2024 Þróttur Reykjavík Afturelding Mosfellsbæ 15.-17 mars HK Kópavogi HK Kópavogi Stjórn Dímonar Unnið að samfellutöflunni en Sigurður er að fara að funda með formanni KFR og Ólafi íþrótta og æskulýðsfulltrúa. Rætt var hvaða tími myndi henta best fyrir íþróttaskólann, reyna á að hafa hann beint eftir að leikskóla lýkur eða kl 16:00. Farið yfir fjárhagsstöðuna og erum við innan áæltunar að mestu. Stefnt er að því að halda áfram með Ringó í vetur á föstudögum ekki er búið að ákveða tíma enn þá en það verður á næstu dögum. Stefnt er að því að fara í heimsókn að Heimalandi með Ringómót. Fundi slitið kl. 22:10
Dagsetning: 
Saturday, August 31, 2024