Stjórnarfundur, október 2021
Stjórnarfundur íþróttafélagsins Dímonar
Haldinn í Hvolnum 6. okt 2021 kl. 20:30
Mættir voru Arnheiður Dögg Einarsdóttir, Christiane Bahner, Esther Sigurpálsdóttir, Oddný Steina Valsdóttir, Ólafur Elí Magnússon, Sigurður Kristján Jensson, Eyrún María Guðmundsdóttir og María Rósa Einarsdóttir
Fréttir deilda:
Badminton: Í badminton eru æfingar í gangi á föstudögum eftir að skólabílar halda heim og eru 7 vellir í notkun. Vegna fjölda iðkenda þá eru 4 inná hverjum velli. Sem þýðir að 2 hafa hálfan völl. Vinsælt sport, gæti þurft aðstoð í tímana.
Glímudeild: Okkur var boðið að koma á Blöndós 10. okt. í keppnis og æfingaferð.
Við afþökkuðum pent vegna covid. Reiknum samt með að haldið verði 1 til 2 mót á suðurlandi í nóv og við tökum þátt ef covid verður til friðs.
Blak: Í krakkablaki eru æfingar í gangi 3 vellir í notkun, góð mæting. 3 þjálfarar. Okkur var boðið að koma til Hveragerðis í blakveislu á vegum Blaksambandsins 13. okt við munum ekki taka þátt vegna covids.
Blakdeild:
Tókum þátt í hraðmóti HSK sem haldið var 21.september á Flúðum. Við fórum með 3 kvennalið sem var skipt eftir aldri og urðum við í 1,2 og 3 sæti.
1. sæti Dímon-Hekla Yngri
2. sæti Dímon-Hekla Ungar
3. sæti Dímon-Hekla Yngstar
Alls mættu 8 lið til leiks. Spilað var á tíma.
Næstu verkefni er Íslandsmót og erum við með 2 lið skráð til leiks.
A-liðið spilar í 3.deild og verður keppt á Húsavík
B-liðið spilar í 4.deild og verður keppt í Mosfellsbæ
Bæði lið keppa helgina 6-7 nóvember.
Við ætlum svo að skrá 2-3 kvennalið í Héraðsmót HSK sem stefnt er á að spila fyrri umferðina 28.okt.
Borðtennisdeild:
Borðtennisæfingar eru komnar á fullt og sjá Óli Elí og Reynir Björgvins um æfingar.
Fín mæting er á æfingum; um 20 -25 á mánudögum í samfellunni og um 10 á föstudögum.
Dímon mun halda HSK mót núna í nóvember.
Dímon hefur skráð sig til leiks í deildarkeppni 3.deildar og hefst 1.umferð 17.okt.
Dímon mun síðan halda punktamót Dímonar sumardaginn fyrsta í vor.
Körfubolti:
Ýmislegt sem vantar í körfuboltan eins og að kaupa bolta fyrir stelpurnar og keppnisbúninga fyrir yngri iðkendur.
Óskað eftir aðstoðarþjálfara hjá 5-6 bekk.
Sótt um styrk hjá Rannís fyrir stoppklukku
Körfuboltaferðir ræddar og hvernig þær eru fjármagnaðar, Hægt að sækja um styrk hjá ÍSÍ og svo greiðir Dímon akstur fyrir þjálfara. Akveðið að Körfuboltinn fari í dósasöfnun.
.
Frjálsíþróttadeild:
Æfingar byrjaðar, skráning og mæting í hópa góð, Æfingar gengið vel.
Farið að huga að mótum og þá hvaða mót henta yngstu krökkunum.
Spurning um keppnisboli. Boli sem eru merktir dímon og uppfylla skilyrði til keppni á meistaramóti.
Rafíþróttir:
Æfingar ganga vel og er það mjög gaman að sjá áhugan á rafíþróttunum og getum við ekki annað en verið ánægð með viðtökurnar. Það eru allavega þrír skráðir á æfingar hjá okkur sem koma frá Hellu sem er mjög ánægjulegt líka. Við áttum fund með Sindra, formanni Heklu og ræddum málin með að opna formlega fyrir skráningar fyrir iðkendur þar upp í lausa plássið hjá okkur.
Þjálfarar hjá okkur eru Sigmar Valur Gylfason sem sér um æfingar á mánudögum og Þriðjudögum. Axel sér svo um æfingar á miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum.
Axel er einnig yfir þjálfari hjá okkur og hefur yfirumsjón með leikjum, leikjavali og er ráðgefandi innan deildarinnar í æfingum.
Hún Dögg frá Lækjarbakka hafði samband við okkur þar sem einhverjir ungir vistmenn þar hefðu áhuga á að koma og æfa rafíþróttir. Við stefnum á að eiga fund með Dögg og ræða málin.
Næstkomandi laugardag kemur hann Aron frá Rafíþróttasambandi Íslands og tekur okkur á þjálfaranámskeið í aðstöðunni okkar. Þennan sama dag, 9. október verður Aron svo með fræðsluerindi í Hvolnum fyrir foreldra, forráðamenn og alla aðra sem hafa áhuga eða eru forvitnir frá klukkan 20:00. Sveitarfélagið kemur til með að greiða fyrir fræðslu fyrirlesturinn.
Stefnan er tekin á góða keflasöfnun sunnudaginn 10. október.
Gangbrautamálin yfir Hlíðarveg: Það er nýbúið að mála gangbraut yfir Hlíðarveginn frá Eldstó og yfir að Fóðurblöndunni en það stendur til að gera aðra ca. á miðjum Hlíðarvegi sem ætti að nýtast okkur mun betur og félagsmiðstöðinni sem nú er kominn þar sem njálusýningin var. Ég talaði við Svan frá vegagerðinni í dag og hann sagði mér að von væri á að framkvæmdir á gangbrautinni myndu hefjast í næstu viku.
Við höfum einnig rætt við Óla (Íþrótta og Æskulýðsfulltrúa) og Þröst (umsjónarmann félagsmiðstöðvarinnar) um að taka þátt í ungmennahúsi en það er enn bara á umræðu stigi svo spurning hvert það leiðir. Sjálf höfum við rætt að bæta við æfingum fyrir frammhaldsskólaaldurinn á föstudagskvöldum
Önnur mál
Íþróttaskólinn er byrjaður. þokkaleg mæting. gengur vel. Rukka þarf æfingagjöld
Íslandsmót í skák var síðustu helgi og héðan fór 6 manna sveit. Tillaga að stofnun deildar, hvað þarf að kaupa til að geta haft æfingar í boði ofl. verður send á okkur fyrir á næsta fund
Heimasíða Dímonar. Sigurður er að uppfæra síðuna og er hún í vinnslu. Deildirnar þurfa að senda Sigurði upplýsingar um hverjir eru í stjórn deilda til að geta komið þessum upplýsingum á síðuna. Rætt hvort ekki sé sniðugt að allar deildir geti sett inn á heimasíðuna upplýsingar um starf deildarinnar, fréttir og hvað er framundan. Skoða á hvað henti best.
Á ný afstaðnum þjálfarfundi var farið yfir ráðningasamninginn sem til er, Talin var þörf á að breyta honum aðeins eða því sem snýr að því að vera fyrirmyndarþjálfarar áður en hann verður undirritaður.
Rætt var um kjaramál þjálfara þá aðallega hvernig greiða eigi fyrir keppnisferðir. Rætt að það þurfi að koma þessu á hreint og búa til reglur fyrir allar deildir. Ákveðið að Christiane, Oddný Steina og Esther tækju að sér að skoða þessi mál og koma með tillögu fyrir næsta fund.
Rætt var hvort kaupa ætti æfingafatnað fyrir þjálfara, Christiane falið að skoða það.
Skipuð var búninganefnd Sigurður, Ólafur Elí og Christiane. Þau ætla að verða í sambandi við deildir og fara yfir búningamálin, hvað þarf að kaupa, hvað er til, kostnaður og fleira.
Fyrirmyndaskýrslan er kominn á netið við fögnum því, þarna er mikið af upplýsingum sem gott er að hafa aðgengilegar fyrir alla. Dímon er fyrirmyndarfélag síðan 2017 og nú er verið að uppfæra skýrsluna til að endurnýja vottunina. Sigurður er að vinna í því, gott að deildirnar lesi sinn kafla og setji sig í samband við Sigurð.
Rætt að þjálfarar þurfa að fara á skyndihjálpanámskeið reglulega, það þarf að setja það í réttan farveg.
Rætt hvort ekki væri hægt að halda hlaupanámskeið, sem væri opið fyrir alla. Kostnaður yrði greiddur af þeim sem myndu sækja námskeiðið en Dímon myndi sjá um að ráða þjálfara og auglýsa. Ákveðið að vinna með málið fyrir næsta fund.
Rætt um dósasöfnun það þarf að uppfæra planið þar sem fleiri deildir eru komnar, Sigurði falið það verkefni.
Rætt um tryggingar fyrir þjálfara og rafíþróttadeildina ákveðið að Sigurður skoði það fyrir næsta fund.
Fleira ekki rætt fundi slitið 23:10