Ársskýrsla fimleikadeildar 2019

Árskýrsla fimleikadeildar 2019

Árið var frekar rólegt, æfingar á vorönn voru með hefðbundnu sniði, Aníta þjálfaði 3. bekk og eldri og Ásdís þjálfaði 1. og 2. bekk og einnig var leikskólahópur. Lavamót héldum við 12. apríl og var mjög góð þátttaka. Þátttakendur voru um 170 í 17 liðum frá fjórum félögum, Dímon, Heklu, Hamri hveragerði og Þór þorlákshöfn. Lava var helsti styrktaraðilinn og bauð öllum þátttakendum að koma á Lava setrið auk veglegrar fjárhæðar til fimleikadeildar. Önnur mót var ekki farið á með yngri iðkendur en 3. bekkur og eldri tók þátt í Íslandsmóti í stökkfimi sem haldið var í Hveragerði 4 maí. Farið var með 3 lið. Eftir mjög jafna og spennandi keppni í c deild eldri lenti Dímon 1 í 5 sæti með 25,100 stig og Dímon 2 lenti  í öðru sæti með 26,700 stig. Í c deild yngri sigraði svo Dímon 3 örugglega  með 26,050 stig og urðu þar með Íslandsmeistarar.

Enduðum svo veturinn á pitsuveislu í Gallery pitsa.  Aníta ákvað svo að hætta sem þjálfari hjá okkur og snúa sér til annara starfa, færðum við henni þakklætisvott fyrir sín störf en hún hefur verið aðalþjálfari okkar í 7 ár.

Þegar leið að haustið hafði ekki enn fundist þjálfari í eldri flokka en Ásdís var ráðin í að þjálfa 1. til 4. bekk.  Eftir miklar pælingar var ákveðið að leita til Hekla á Hellu fyrir eldri iðkendur. Þar komum við að opnum dyrum og fór það svo að allir sem sóttu um að komast að komust inn á æfingar hjá þeim. Voru þegar mest var 11 iðkendur í 5 til 7 bekk að æfa á Hellu frá okkuþr, þar fer fram mjög flott starf. En þessi hópur æfir 3 sinnum í viku ca 2 tíma í einu. Einnig var farið í æfingabúðir eina helgi í september og 4 sinnum var farið á aukaæfingu í æfingasal Ármanns í Reykjavík. Þær hafa tekið þátt í tveimur mótum í haust, æfingamót í stökkfimi í Hveragerði og svo  haustmót í stökkfimi í Keflavík. Einnig tóku þær þátt í jólasýningu Heklu sem var mjög glæsileg, jólasýningu Dimonar og var svo önninni lokað með æfingaferð í Gerplu.

Ásdís sá um yngri flokkana, við þurftum aðeins að skera niður æfingatíma, en fyrsta bekk var skipt í 2 hópa og fékk hvor hópur eina æfingu í viku, 2 bekkur fékk 2 æfingar, 3 og 4 bekkur tvær æfingar, svo voru 3 strákar eldri sem mættu 1 sinni í viku. Þetta gekk vel í sumum hópum en í öðrum hópum var mikil óþekkt í gangi, og var Ásdís að gefast upp á tímabili, brugðum við stjórnarkonur því á það ráð að mæta á æfingar hjá erfiðustu hópunum, henni til aðstoðar.  Héldum við svo jólasýningu sem heppnaðist mjög vel.  Ásdís baðst undan að halda þjálfun áfram eftir áramótin, en vonandi fáum við hana aftur inn næsta haust.  Síðustu dagar ársins fóru því í að auglýsa eftir nýjum þjálfara og ræða við fólk, sem betur fer fengum umsókn frá ungri stúlku frá Russlandi sem var tilbúin að reyna sig í þessu.

Bóel Anna Þórisdóttir, formaður fimleikadeildar

 

Dagsetning: 
Sunday, January 31, 2021