Stjórnarfundur 10. október 2017
Fundur í aðalstjórn Dímonar 10. október 2017
Mættar eru Ásta Laufey, Helga Guðrún, Kristín, Inga Birna, Gina og Arnheiður, Frá deildum: María Rósa fyrir blakdeild og Bóel Anna fyrir fimleikadeild.
Blakdeild:
María Rósa fer yfir stöðuna í blakinu, þar er heilmikið að gerast:
Þær eru búnar að skrá 2 kvennalið í Íslandsmót í 3.deild og 5.deild. Þar sem allt landið er í keppnini eru þetta ansi mikil ferðalög.
3-5 nóv 12-14 jan 16-18 mars
3.deild Siglufjörður Stjarnan Garðabæ Þróttur Neskaupstað
5.deild Hk Kópavogi Hrunamenn Flúðir Ísafjörður
Það erum með 20 konur á æfingum núna og æfum tvisvar í viku.
Á laugardaginn 29.sep fórum við upp á Akranes á Bresamót með tvö lið. A- liðið spilaði i 1.deild og vann eina hrinu enduðum í 5.sæti. B-liðið spilaði í 2.deild og vann eina hrinu og varð í 4.sæti. Þetta voru bara alvöru leikir og reynsla en bara gaman. Í kvöld 2.okt kom svo B-lið Hamars í æfingaleik og á morgun ætlum við á Flúðir í æfingaleiki.
Öll fullorðinshéraðsmót í blaki eru komin með dagsetningar
Hraðmót
Karlar Flúðir 24.okt kl 19
Konur Hveragerði 26.okt kl 18
Héraðsmót fyrri umferð
Karlar Laugarvatn 7.des kl 19
Konur Hvolsvöllur 27.nóv kl 18
Héraðsmót seinni umferð
Karlar Hveragerði 12.apríl
Konur Flúðir 10.apríl
Á sunnudaginn fórum við inn að Tumastöðum í fjáröflun og týndum 130 kg af könglum og fáum um 90000 kr fyrir það.
Erum svo að stefna á að fara með tvö kvennalið á Þróttaramót núna 14-15 okt í Reykjavík.
Fimleikadeild:
Bóel Anna segir frá starfinu. Æfingar ganga mjög vel. Upphaflega voru skráð 24 börn hjá Anítu í þrjá hópa. Nú eru 10 börn í yngsta hópnum, börn úr 1.-2. bekk, 9 í næsta og 8 í þeim þriðja – þau börn eru úr 3.-5 bekk. Þeir sem hafa skráð sig hafa verið beðin um að skrá hjá Steinu og senda Bóel tölvupóst. Áhöldin sem keypt voru í vor eru að nýtast vel og öflugt starf í gangi. Í umræðunni er að halda mót í janúar, jafnvel undir merkjum Dímonar. Einnig er stefnt á jólasýningu. Ástdís er með þrjá aldurshópa sem æfa 1x í viku. Þar er einnig góð þátttaka og gengur vel.
Fréttir af borðtennisdeild:
Borðtennismót – María Rósa minnir á fyrsta vetrardagsmót er um næstu helgi, er því flýtt um eina helgi að þessu sinni.
Ekki eru mættir fulltrúar frá fleiri deildum að þessu sinni. En ekki heyrist annað samfella og íþróttastarf fari vel af stað. Athuga þarf þó rými fyrir badminton, hvort þeir fái nóg pláss á þeim tíma sem þeir eru. Formenn deilda víkja af fundi.
Styrkbeiðni frá Blakdeild:
Beðið er um styrk fyrir mótskostnaði á Íslandsmót og boltakaup. Rekstur deildarinnar er töluverður enda mikil starfssemi í deildinni. Mótakostnaður, ferðakostnaður og fleira telst saman. Iðkendur greiða 30 þúsund krónur á önn í þátttökugjöld auk þess sem félagar eru duglegir að taka þátt í alls konar fjáröflun
Ákveðið að fresta afgreiðslu umsóknar til næsta fundar.
Styrkbeiðni vegna námskeiðs ÍSÍ
Tinna Erlingsdóttir sótti um styrk fyrir 1. stigs þjálfaranámskeiði ÍSÍ. Beiðni samþykkt samhljóða.
Önnur mál
Rætt um að koma þarf upp heildartöflu fyrir íþrótta- og mögulega líka annað æskulýðsstarf, alla veganna töflu í íþróttahúsi.
Einnig rætt um að funda með íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og skólastjóra til að heyra hvernig gengur.
Búið er að rukka inn félagsgjöld og iðkendalistar komnir fyrir flestar greinar. Best væri að iðkendalistar væru aðgengilegir allir á einum stað.
Ásta Laufey segir frá því að litið er til okkar hér með fyrirkomulag samfellu og hefur hún fengið fyrirspurnir um skipulagið hér sem er ánægjulegt.