Aðalfundir deilda

Jæja þá eru það aðalfundir deilda 2021:

Aðalfundur í borðtennisdeild verður haldinn föstudaginn 5. febrúar í fundarherbergi í íþróttahúsinu kl. 18:10, hefðbundin aðalfundastörf. Allir velkomnir.

stjórn Borðtennisdeildar

Glímudeild Dímonar verður með aðalfund fimmtudaginn 11.febrúar n.k. að Hvolstúni 3 kl. 20:00. Hefðbundin aðalfundastörf. Allir velkomnir. Stjórn glímudeildar Dímonar.

Frjálsíþróttadeild verður með aðalfund þriðjudaginn 9.febrúar n.k.

kl. 20:30 í Hvolnum. Hefðbundin aðalfundastörf. Allir velkomnir. Stjórn frjálsíþróttadeildar Dímonar.

Fimleikadeild hefur þegar haldið sinn fund, 29. janúar s.l.

Fundur sunddeildar auglýstur síðar

Stefnt er á aðalfund félagsins í heild 21. febrúar n.k.

Endilega mætið og látið ykkur málefni íþróttanna varða.

Deild: