Aðalfundur 2018

Aðalfundur Íþróttafélagsins Dímonar var haldinn í matsal Hvolsskóla þann 25. febrúar 2018. Á dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf. Stjórn gaf áfram kost á sér utan gjaldkera, Helgu Guðrúnar Lárusdóttur sem hafði óskað eftir því að stíga til hliðar og eru henni þökkuð einstaklega vel unnin störf. Veittar voru viðurkenningar til þeirra iðkenda sem hafa mætt einstaklega vel á æfingar, sýnt miklar framfarir og staðið sig vel á mótum undanfarið. Að sjálfsögðu var svo kaffi og með því. Nánar um aðalfund má lesa í fundargerð.