Frjálsar

Dósasöfnun frjálsíþróttadeildar

Frjálsíþróttadeild sér um dósasöfnun í janúar og júlí

Gengið er í hús í Hvolsvelli og dósakassi aftan við N1 tæmdur. Ef íbúar í dreifbýli vilja láta dósir í söfnunina vinsamlegast hafið samband á dimonsport@dimonsport.is eða í gegnum facebook-síður íþróttafélagsins og deilda. 

 

Dósasöfnun Dímonar

Ársskipulag

Deild                                   mánuður

Frjásar                                janúar og júlí

Leikjanámskeið 2019 byrja í næstu viku

Opnað hefur verið fyrir skráningu á leikjanámskeið inni á ranga.felog.is. Fyrsta námskeiðið byrjar næsta mánudag, 27. maí. Eins og er, er aðeins hægt að velja að greiða með greiðsluseðli í heimabanka en unnið er að því að koma kortagreiðslum í lag í dag eða á morgun.

Páskabingó 10. apríl kl 20 í Gunnarshólma

Páskabingó fer fram miðvikudaginn 10. apríl næstkomandi klukkan 20:00 í Gunnarshólma, Austur-Landeyjum.

Glæsilegir vinningar í boði. Gos og sælgæti verður til sölu á staðnum.

Við hvetjum alla til að mæta og eiga saman skemmtilega fjölskyldukvöldstund og styrkja um leið starf frjálsíþróttadeildar Dímonar.

Bingóspjaldið kostar 700 kr. 
Með kveðju Frjálsíþróttadeild Dímonar.

Frjálsar: Gaflarinn 3. nóvember 2018

Gaflarinn 3 nóv: Keppt er í 60m, 400m langstökki og kúlu í Kaplakrika. Skráning "núna" á facebooksíðu Frjálsíþróttadeildar

Héraðsleikar HSK í frjálsum fyrir keppendur 10 ára og yngri

Héraðsleikar HSK í frjálsum fyrir keppendur 10 ára og yngri verða haldnir í íþróttahúsinu á Hellu sunnudaginn 5. mars nk.

og hefst keppni kl. 10:00 á þrautabraut (8 ára og yngri), keppendur mæti kl. 09:40.

Klukkan 11:30 hefst keppni í hefðbundnum greinum (9-10 ára).

4. bekkur í kúluvarpi,  35 m spertthlaup,  hástökk,  langst. án  atr.

3. bekkur  í 35 m spretthlaup, langst. án atr,  skutlukast,  mega þó keppa í hástökki ef þau vilja.

Áætluð mótslok eru kl. 13:30.

Subscribe to RSS - Frjálsar