Æfingar í fimleikum falla niður vegna kvennafrís

Æfingar í fimleikum falla niður í dag miðvikudag 24. okt. frá kl 14:50, vegna kvennafrís

 

Samfella / æfingar falla niður á morgun í flestum greinum

Vegna foreldradags ì Hvolsskóla, á morgun, mánudag 10. sept, falla æfingar á vegum Dìmonar niður þann dag nema annað hafi veriđ tilkynnt eđa auglýst sé sérstaklega á facebook-síðum deilda. 

Frá HSK - hádegisfyrirlestur 24. ágúst

Föstudaginn 24. ágúst mun Jeffrey Thompson halda hádegisfyrirlestur í húsakynnum ÍSÍ, Engjavegi 6, 104 Reykjavík. Fyrirlesturinn heitir - Hið einstaka viðfangsefni að vinna með unglingum - áskoranir og úrlausnir.

Vetrarstarfið í undirbúningi

Nú er unnið að skipulagningu vetrarstarfsins. Eins og vant er mun Dímon bjóða upp á fjölda íþróttagreina og eitthvað fyrir allan aldur, t.d. Frjálsar, glímu, blak, badminton, borðtennis, fimleika, sund, taekwondo og styrktar + þolæfingu þvert á greinar. Í auknu mæli verður hægt að sækja fleiri en 1 æfingu í hverri grein á viku og við viljum vekja athygli á því að æfingatafla mun að öllum líkindum birtast hér  strax eftir helgi :-)

Leikjanámskeið 2018

Frjálsíþróttadeild Dímonar stendur fyrir leikjanámskeiðum á Hvolsvelli í sumar. 
Námskeiðin verða eina viku í senn, fyrsta námskeiðið hefst mánudaginn 28.maí.

Námskeið I er frá 28. maí – 1. júní 8.500 krónur

Námskeið II er frá 4. júní – 8. júní 8.500 krónur

Námskeið III er frá 11. júní – 15. júní 8.500 krónur

Námskeið IV 18. júní - 22. júní 8.500 krónur. Skátar frá USA í heimsókn.

Námskeið V 5. júní – 29. júní 8.500 krónur (ef næg þátttaka fæst).

Námskeið VI 2. Júlí – 6. júlí 8.500 krónur (ef næg þátttaka fæst).

Héraðsmót í borðtennis verður haldið í Hvolsvelli 4. maí

Héraðsmót í borðtennis fer fram á Hvolsvelli föstudaginn 4. maí n.k.
Hefst kl. 18:30 hjá 15 ára og yngri.  Keppni hefst kl. 19:30 hjá eldri.

Keppt verður í eftirtöldum flokkum.

11 ára og yndri strákum
11 ára og yndri stelpum
12-13 ára strákum
12-13 ára stelpum
14-15 ára strákum
14-15 ára stelpum
16-17 ára strákum
16-17 ára stelpum
18 ára og eldri karlar
18 ára og eldri konur
40 + karlar
40 + konur

verðlaun veitt fyrir 4 efsti sætin

kv Ólafur Elí

Punktamót Dímonar í borðtennis var haldið á Sumardaginn fyrsta

Punktamót Íþr.fél Dímonar vað haldið að venju á Sumardaginn fyrsta á Hvolsvelli.
Til leiks mættur 25 keppendur sem allir luku keppni. Keppt var í öðrum flokki kvenna og
karla. Mótið hófst kl. 11:00 og því lauk kl. 15:00
sigurveigari í kvennaflokki var Lára Ívarsdóttir KR.
Annað sæti hlaut Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir KR.
þriðja til fjórða sæti urðu Þuríður Þöll Bjarnadóttir KR. og Alexia Kristínardóttir Mixa BH.
Í Karlaflokki varð sigurveigari Eiríkur Logi Gunnarsson KR.
Í öðru sæti varð Guðmundur Halldórsson KR.

Gallamátun hjá Dímon

Gallamátun í dag, þriðjudag 24/4 og fimmtudag 26/4

Gallar hjá Dímon og Heklu

Íþróttafélagið Dímon og Ungmennafélagið Hekla ætla með stuðningi Sláturfélags Suðurlands að vera með sameiginleg gallakaup. Um samskonar galla og síðast verður um að ræða þar sem gallar frá Jakó verða keyptir. Allir gallar verða merktir auglýsingu frá SS og síðan því félagi sem viðkomandi kýs. Einnig verður hægt að merkja gallana nöfnum.

Búningamátun mun verða á eftirfarandi stöðum:

Hella: Mánudaginn 23. apríl í þróttahúsinu á Hellu Kl:17.00-19.00.

Síður

Subscribe to Íþróttafélagið Dímon RSS