Fjórðungsglíma Suðurlands

Fjórðungsglíma Suðurlands og Skjaldarglímur Bergþóru og Skarphéðins

Fjórðungsglíma Suðurlands verður haldin að Laugarvatni fimmtudaginn 8. nóvember og hefst keppni kl. 18:00. Keppt verður í flokkum 10 ára og yngri, 11, 12, 13, 14 og 15 ára og fullorðinsflokkum 16 ára og eldri. Rétt til þátttöku í Fjórðungsglímu Suðurlands eiga allir félagar íþrótta- og ungmennafélaga á svæðinu frá Skeiðará að Hvalfjarðarbotni að Reykjavík undanskilinni.

Æfingar í fimleikum falla niður vegna kvennafrís

Æfingar í fimleikum falla niður í dag miðvikudag 24. okt. frá kl 14:50, vegna kvennafrís

 

Samfella / æfingar falla niður á morgun í flestum greinum

Vegna foreldradags ì Hvolsskóla, á morgun, mánudag 10. sept, falla æfingar á vegum Dìmonar niður þann dag nema annað hafi veriđ tilkynnt eđa auglýst sé sérstaklega á facebook-síðum deilda. 

Frá HSK - hádegisfyrirlestur 24. ágúst

Föstudaginn 24. ágúst mun Jeffrey Thompson halda hádegisfyrirlestur í húsakynnum ÍSÍ, Engjavegi 6, 104 Reykjavík. Fyrirlesturinn heitir - Hið einstaka viðfangsefni að vinna með unglingum - áskoranir og úrlausnir.

Vetrarstarfið í undirbúningi

Nú er unnið að skipulagningu vetrarstarfsins. Eins og vant er mun Dímon bjóða upp á fjölda íþróttagreina og eitthvað fyrir allan aldur, t.d. Frjálsar, glímu, blak, badminton, borðtennis, fimleika, sund, taekwondo og styrktar + þolæfingu þvert á greinar. Í auknu mæli verður hægt að sækja fleiri en 1 æfingu í hverri grein á viku og við viljum vekja athygli á því að æfingatafla mun að öllum líkindum birtast hér  strax eftir helgi :-)

Leikjanámskeið 2018

Frjálsíþróttadeild Dímonar stendur fyrir leikjanámskeiðum á Hvolsvelli í sumar. 
Námskeiðin verða eina viku í senn, fyrsta námskeiðið hefst mánudaginn 28.maí.

Námskeið I er frá 28. maí – 1. júní 8.500 krónur

Námskeið II er frá 4. júní – 8. júní 8.500 krónur

Námskeið III er frá 11. júní – 15. júní 8.500 krónur

Námskeið IV 18. júní - 22. júní 8.500 krónur. Skátar frá USA í heimsókn.

Námskeið V 5. júní – 29. júní 8.500 krónur (ef næg þátttaka fæst).

Námskeið VI 2. Júlí – 6. júlí 8.500 krónur (ef næg þátttaka fæst).

Héraðsmót í borðtennis verður haldið í Hvolsvelli 4. maí

Héraðsmót í borðtennis fer fram á Hvolsvelli föstudaginn 4. maí n.k.
Hefst kl. 18:30 hjá 15 ára og yngri.  Keppni hefst kl. 19:30 hjá eldri.

Keppt verður í eftirtöldum flokkum.

11 ára og yndri strákum
11 ára og yndri stelpum
12-13 ára strákum
12-13 ára stelpum
14-15 ára strákum
14-15 ára stelpum
16-17 ára strákum
16-17 ára stelpum
18 ára og eldri karlar
18 ára og eldri konur
40 + karlar
40 + konur

verðlaun veitt fyrir 4 efsti sætin

kv Ólafur Elí

Pages

Subscribe to Íþróttafélagið Dímon RSS