Aðalstjórn kosin á aðalfundi Dímonar 2019

Aðalfundur Íþróttafélagsins Dímonar var haldinn 24. febrúar 2019

Stjórn er þannig skipuð eftir fundinn:

Arnheiður Dögg Einarsdóttir, formaður s. 8687708

Inga Birna Baldursdóttir, ritari

Ástvaldur Helgi Gylfason, gjaldkeri

Gina Christie, meðstjórnandi

Ólafur Elí Magnússon, meðstjórnandi

SKIL Á VALBLÖÐUM VEGNA SAMFELLU Í SKÓLA OG íÞRÓTTASTARFI

Við minnum á að skila valblöðum sem fyrst til Steinu ritara eða Ólafs Arnar íþrótta- og æskulýðsfulltrúa. Mikilvægt að allir skili inn til að meta þörf fyrir tíma og þjálfara næsta vetur. Ef ekki er næg skráning í einhverjar greinar núna í forskráningu gætu þær fallið niður. Hér er valblaðið ef einhvern vantar:

Leikjanámskeið 2019 byrja í næstu viku

Opnað hefur verið fyrir skráningu á leikjanámskeið inni á ranga.felog.is. Fyrsta námskeiðið byrjar næsta mánudag, 27. maí. Eins og er, er aðeins hægt að velja að greiða með greiðsluseðli í heimabanka en unnið er að því að koma kortagreiðslum í lag í dag eða á morgun.

Skráning í æfingar næsta vetur

Nú er kominn út bæklingur yfir þær æfingar sem áætlað er að verði í boði næsta vetur. Forskráning grunnskólabarna stendur nú yfir og eru þau beðin að skila valblaðinu í skólann fyrir helgi. ÝTIÐ Á MYNDIRNAR HÉR AÐ NEÐAN TIL AÐ STÆKKA ÞÆR OG SJÁ LÝSINGAR Á ÞVÍ SEM ER Í BOÐI.

Samfella komin í sumarfrí en æfingar í einhverjum greinum halda áfram, sjá hér:

Formlegt samfellustarf er nú búið og ekki er lengur skólabíll kl 17, en nokkrar æfingar halda eitthvað áfram, hér má sjá yfirlit yfir það:

Sund

Sundæfingar halda áfram þessa viku, mánudag 6. maí og fimmtudag 9. maí og í næstu viku, mánudag 13. maí og fimmtudag 16. maí.

Taekwondo:

Æfingar á mánudögum eru komnar í frí en það verða æfingar á föstudögum á sömu tímum og venjulega næstu tvær vikur, föstudaginn 10. maí og föstudaginn 17. maí

Fimleikar:

Páskabingó 10. apríl kl 20 í Gunnarshólma

Páskabingó fer fram miðvikudaginn 10. apríl næstkomandi klukkan 20:00 í Gunnarshólma, Austur-Landeyjum.

Glæsilegir vinningar í boði. Gos og sælgæti verður til sölu á staðnum.

Við hvetjum alla til að mæta og eiga saman skemmtilega fjölskyldukvöldstund og styrkja um leið starf frjálsíþróttadeildar Dímonar.

Bingóspjaldið kostar 700 kr. 
Með kveðju Frjálsíþróttadeild Dímonar.

Pages

Subscribe to Íþróttafélagið Dímon RSS