Aðalfundir deilda

Jæja þá eru það aðalfundir deilda 2021:

Aðalfundur í borðtennisdeild verður haldinn föstudaginn 5. febrúar í fundarherbergi í íþróttahúsinu kl. 18:10, hefðbundin aðalfundastörf. Allir velkomnir.

stjórn Borðtennisdeildar

Glímudeild Dímonar verður með aðalfund fimmtudaginn 11.febrúar n.k. að Hvolstúni 3 kl. 20:00. Hefðbundin aðalfundastörf. Allir velkomnir. Stjórn glímudeildar Dímonar.

Frjálsíþróttadeild verður með aðalfund þriðjudaginn 9.febrúar n.k.

Nánar um greinar

Badminton

Boðið er uppá badminton fyrir 1.-10 bekk.

Æfingar hafa verið 1x í viku í hádeginu á föstudögum kl 12:10-13:00 (ath ekki innan skólaaksturs).

Þjálfari er Ólafur Elí

 

Krakka- og unglingablak

Boðið er uppá krakkablakæfingar fyrir 4.-10. bekk 1x í viku á fimmtudögum kl 15:05- 16:00. Þjálfari er Ólafur Elí

 

Borðtennis

Íþróttastarfið hefst 26. ágúst - skráið iðkendur sem fyrst

Íþróttastarfið hefst 26. ágúst - skráið iðkendur sem fyrst

Félagið býður í vetur upp á æfingar í eftirtöldum greinum:

 

Badminton

Fimleika

Blak

Glímu

Borðtennis

Sund

Frjálsar íþróttir

Íþróttaskóla ( 4-5 ára)

 

 

 
Athugið

Aðalfundurinn er í dag, 23. feb 2020

Minnum á aðalfund Íþróttafélagsins Dímonar í dag, sunnudag 23. febrúar 2020

Aðalfundur 2020

Aðalfundur Íþróttafélagsins Dímonar 

Verður haldinn sunnudaginn 23. febrúar kl 14 í matsal Hvolsskóla

Venjuleg aðalfundarstörf og verðlaunaveitingar til iðkenda.

Hátíðarkaffi

Auk þess er hér með auglýst tillaga að því að félagsgjöld innheimtist frá 18 ára aldri í stað 16 eins og verið hefur og jafnframt verði lagabreyting á 4. gr laga félagsins þar sem lagt er til að atkvæðisréttur færist einnig í 18 ára.

4. grein hljómar svo í núverandi lögum: 

Þjálfarar óskast fyrir yngri flokka í fimleikum og frjálsum

Íþróttafélagið Dímon í samstarfi við Ungmennafélagið Heklu 

Óskar eftir þjálfara/þjálfurum til að þjálfa yngri flokka í fimleikum. Möguleiki er einnig á að viðkomandi komi inn í aðstoð og afleysingar við þjálfun eldri flokka sem og þjálfun annarra íþróttagreina, t.d. þjálfun frjálsra yngri hjá Dímon. Umsóknarfrestur er til 23. desember. Æskilegt er að viðkomandi geti byrjað strax eftir áramót.

Áhugasamir hafi samband við Örnu í s. 8687708 / dimonsport@dimonsport.is

Skráningum lokið - einhverjir sem eiga eftir að skrá sig?

Nú hefur kerfið ranga.felog.is lokað fyrir skráningu á námskeið í gegnum vefinn. Ég vil þakka foreldrum fyrir að taka þátt í þessu með okkur að koma kerfinu í notkun. Við erum strax farin að finna við það mikla kosti, þó byrjunarerfiðleikar séu enn einhverjir. Einn af kostunum er mætingarappið Nóri. Ég hvet foreldra og eldri iðkendur til að setja það upp í símanum hjá sér. Í gegnum það geta þjálfarar sent skilaboð og einnig getið þið merkt við forföll á æfingar ef einhver eru (bæði leyfi/veikindi á stökum æfingum eða lengri tímabil í einu s.s.

Tafla íþrótta- og tómstundastarfsins komin út.

Hún er tilbúin!!! :-) Hin eina sanna íþrótta- og tómstundatafla vetrarins. Minnum á fundinn kl 17 í dag í Hvolsskóla og skráningar inni á ranga.felog.is eða í Nóra-appinu.

Fundur um íþróttastarf vetrarins, fimmtudag kl 17

Í næstu viku (miðvikudaginn 28. ágúst) hefst haustönnin í íþróttastarfinu og á morgun fimmtudag, 22. ágúst kl 17, verður fundur vegna íþróttastarfsins. Þar er hægt að fá leiðbeiningar og aðstoð vegna skráninga inni á ranga.felog.is. Fundurinn verður haldinn í Hvolsskóla.

Pages

Subscribe to Íþróttafélagið Dímon RSS